Arno einingahús með lausnir fyrir nútímafjölskylduna
Arctic North, eða Arno, er rótgróið byggingarfyrirtæki sem býr yfir rúmlega þrjátíu ára reynslu í húsbyggingum hér á landi.

Fyrirtækið starfar hvort tveggja með innlendum og erlendum aðilum til þess að bjóða Íslendingum upp á fyrsta flokks fjölbreytt einingahús á afar hagkvæmu verði.
Möguleikum einingahúsa í dag eru engin takmörk sett. Hvort sem ætlunin er að byggja sumarbústað eða framtíðarheimili, þá er þekkingin og getan til staðar hjá Arno. Einingarnar frá Arno eru framleiddar í Eistlandi og Litháen og standast allar ströngustu kröfur um veðurþol og henta íslenskum aðstæðum fullkomlega. Húsin eru einnig sérlega umhverfisvæn, en einingarnar eru úr timbri, sem er í sjálfu sér vistvænt efni. Auk þess er framleiðslan vistvæn því fyrir hvert tré sem fellt er til húsaframleiðslu eru fjölmörg gróðursett í staðinn.
„Þar sem einingahúsin frá Arno eru alfarið sett saman inni í verksmiðjunni, minnka möguleikar á því að sveppagró, raki og mygla geti búið um sig í húsunum, eins og getur gerst við byggingar sem settar eru upp undir beru lofti,“ segir Nadja Nikita Ósk Rjabchuk, hjá Arno.

Urban Flex, fyrir framtíðina
Arno hefur unnið að virkilega spennandi verkefni með Urban Beat Landscape & Architecture og AKA Studio í Stokkhólmi að nýjum og glæsilegum Urban Flex húsum sem henta einstaklega vel fyrir nútímamanninn. „Húsin eru teiknuð þannig að garður og íbúð tengjast saman á óaðfinnanlegan hátt. Þá er gert ráð fyrir aðkomu norðanmegin og útivistarsvæði sunnanmegin sem tengist húsinu með stórum gluggum og glerhurðum.
Rýmin eru opin og björt og öll hönnun tekur mið af skandinavískum einfaldleika. Húsin eru einnig hönnuð með íslenskt veðurfar í huga og er þakið, sem virðist flatt, útfært snilldarlega með góðum halla sem veitir ofankomu í rennur er leiða út fyrir útveggina.
Gert er ráð fyrir arni sem og bekkjum, heitum potti, grillsvæði og kampavínsvegg á útisvæði í öllum útfærslum. Þá gera góð skyggni yfir útisvæðin þér kleyft að njóta útiverunnar þrátt fyrir vot íslensk sumarkvöld.“



Fullkomið sumarafdrep
Urban Flex húsin fást í ýmsum stærðum, og þegar kemur að því að fjölskyldan stækkar þá getur húsið stækkað með. Þannig er Urban Flex – Basic í grunninn lítið 115 fermetra einbýlishús með tveimur svefnherbergjum. Þá fylgir húsinu bílastæði með yfirbyggðu skyggni.
„Í sinni grunnmynd er um að ræða frábært einbýlishús fyrir par, litla fjölskyldu eða jafnvel stórskemmtilegt sumarafdrep fyrir fjörugar fjölskyldur.“
Fyrir stærri fjölskyldur
Urban Flex – Familyer er 195 fermetra einbýlishús með fjórum svefnherbergjum, bílskúr og aukaherbergi með sérinngangi. Þá eru alls þrjú baðherbergi og hentar útgáfan því sérlega vel fyrir stærri fjölskyldur.
Glæsilegt hús með útsýnisturni
Með öllum stækkunum og viðbótum svo sem bílskúr, auka herbergjum og útsýnisturni, verður Urban Flex húsið um 245 fermetrar og kallast þá Urban Flex Panorama. „Í þessari útgáfu er 65 fermetra þakherbergi með 50 fermetra yfirbyggðum svölum sem gefur aukin tækifæri til þess að njóta útiverunnar.“

Glæsileg sumarhús
„Við erum líka stolt af samstarfi okkar við íslenska arkitektafyrirtækið Arkibygg Arkitektúr, um hönnun nýrra sumarhúsa sem verða sett upp á næsta ári. Um er að ræða glæsileg sumarhús sem falla vel inn í landslagið og veita frábær tækifæri til útiveru og skemmtilegra samverustunda fjölskyldunnar.
Húsin geta verið í ýmsum útfærslum. Við erum ekki föst í einni teikningu heldur leggjum við metnað í að bjóða viðskiptavinum upp á sveigjanleika þegar kemur að því að sníða húsin að óskum kaupandans.“
Kynntu þér málið frekar á arno.is
Facebook: Arno.is - Einingahús
Sími 861-1430
Netfang: elli@arno.is

